Bókaklúbbar Forlagsins

Allir sem hafa áhuga á hollu mataræði og heilsusamlegum lífsháttum kannast við CafeSigrun-vefinn, þar sem Sigrún Þorsteinsdóttir hefur lengi skrifað um heilsu og matargerð og birt uppskriftir undir kjörorðinu Hollustan hefst heima. Nú er komin út stórglæsileg matreiðslubók, full af girnilegum uppskriftum fyrir fjölskylduna, þar sem hollustan er lykilatriði. Allar uppskriftirnar eru lausar við hvítan sykur, hveiti og ger og þeim fylgja merkingar þar sem fram kemur hvort rétturinn er ...
Á morgun, miðvikudaginn 7. október kl. 17:15, verður afhjúpuð bókmenntamerking til heiðurs Svövu Jakobsdóttur við Austurvöll, á horni Kirkjustrætis og Pósthússtrætis. Sonardætur Svövu, þær Svava og Ásta-María Jakobsdætur, afhjúpa merkinguna. Strax í kjölfarið leiða Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur og María Þórðardóttir leikkona göngu um slóðir skáldkvenna í miðborginni. Bókmenntaborgin Reykjavík hóf að kortleggja og merkja skáldaslóðir í borginni með bókmenntamerkingum á öðru starfsári sínu og var fyrsta merkingin afhjúpuð á Lestrarhátíð í ...
Norræna húsið stendur fyrir höfundakvöldum fyrsta þriðjudag hvers mánaðar á komandi vetri. Höfundur október mánaðar er Einar Már Guðmundsson en hann mun kynna nýja bók sína, Hundadaga, á höfundakvöldi í Norræna húsinu 6. október kl. 19:30. Páll Valsson stýrir umræðum. Hundadagar er leiftrandi skemmtileg saga sem fjallar um Jörund hundadagakóng, Jón Steingrímsson eldklerk og fleira fólk fyrri alda. Farið er um víðan völl í tíma og rúmi; sögulegar staðreyndir eru ...
Franski rithöfundurinn Patrick Modiano á að baki langan feril og hlaut á dögunum Nóbelsverðlaun í bókmenntum 2014. Nú er komin út bókin Svo þú villist ekki í hverfinu hérna, í snilldarlegri þýðingu Sigurðar Pálssonar. Roskinn rithöfundur þarf að horfast í augu við fortíðina þegar dularfullt ungt par kemur inn í líf hans. Smám saman rifjast upp hálfgleymdar minningar, frá fyrstu skrefunum á rithöfundarbrautinni og allt aftur til erfiðrar reynslu í bernsku. ...
Hlýleg, skemmtileg og áhrifamikil frásögn af óvenjulegri vináttu manns frá Íslandi og gamallar konu úr miðri Evrópu. Hún var fædd í rússneska keisaradæminu 1913 og ólst upp á sveitabýli við kröpp kjör. Síðar fluttist hún til Vilníus í Litháen, atti kappi við fegurstu konu heims um einn ríkasta piparsveininn á svæðinu og flúði með honum til Frankfurt í Þýskalandi í sprengjuregni seinni heimsstyrjaldar. Þar opnaði hún veitingastaðinn sinn og eldaði ævintýralega ...

Forlagsverð: 6.590 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 3.690 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 3.140 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 4.990 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 4.990 kr.
Kaupa

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita