Bragð af ást

Bókaklúbbar Forlagsins

Í dag dreifum við nokkrum rjúkandi heitum bókum, bæði sígildum og spánýjum! Bók Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur, Íslendingar, er nú loksins, loksins komin aftur! Bókin kom fyrst út árið 2004 og því markar þessi nýja útgáfa 10 ára afmæli Íslendinga. Í tvö ár ferðuðust Sigurgeir og Unnur um Ísland og heimsóttu fólk í öllum landshlutum. Markmiðið var að skilja betur lífsviðhorf þeirra sem lagað hafa hefðbundin störf að nútímanum, standa á ...
Dagana 9.-14. ágúst mun Steinunn Jóhannesdóttir, höfundur bókarinnar Heimanfylgju, dvelja norður í Skagafirði og lesa fyrrnefnda bók frá upphafi til enda, fyrst í gömlu torfkirkjunni í Gröf á Höfðaströnd, síðan í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal. Flutningurinn er upptaktur að Hólahátíð og einn þeirra viðburða sem tengjast minningu Hallgríms Péturssonar. Á Hólahátíð verður að þessu sinni lögð áhersla á skagfirskan uppruna Hallgríms, uppvöxt hans á biskupsstólnum og þau mótandi áhrif sem ...
Nú líður senn að stærstu ferðahelgi sumarsins og um að gera að grípa með sér ferðabækur, kort eða góða skáldsögu í fríið. Verslunin okkar á Fiskislóð býður upp á mesta úrval landsins á bókum, næg bílastæði og svo er alltaf heitt á könnunni. Búðin er að vanda opin virka daga milli 10 og 18 en lokað verður laugardaginn 2. ágúst og sömuleiðis frídag verslunarmanna þann 3. ágúst. Endilega lítið við í vikunni ...
Mamma segir eftir dönsku skáldkonuna Stine Pilgaard kom út hjá Forlaginu snemma sumars og hlaut í vikunni flottan þrjggja og hálfrar stjörnu dóm í Morgunblaðinu. Gagnrýnandi Morgunblaðsins, Silja Björk Huldudóttir, hafði þetta að segja um höfundinn: „Ástarsorg og mislukkuð tjáskipti eru meginþemað í fyrstu skáldsögu dönsku skáldkonunnar Stine Pilgaard sem nefnist Mamma segir. Fyrir skáldsögu sína hlaut Pilgaard árið 2012 verðlaun úr Menningarsjóði Bodil og Jörgen Munch-Christiansen sem veitt eru efnilegasta nýliðanum ...
Nú þegar sumarið er handan við hornið fara fjallageitur, ferðafrömuðir og útivistarfólk á stjá og leggja eigið land undir fót. Forlagið hefur á undanförnum dögum gefið út tvær frábærar útivistarbækur sem við hvetjum alla sem ætla sér að sækja landið heim að kynna sér. Páll Ásgeir Ásgeirsson þarf vart að kynna fyrir útivistarfólki, hann hefur verið tryggur ferðafélagi margra hvort heldur sem er í eigin persónu eða með leiðsögn í formi ...

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita