Bókaklúbbar Forlagsins

Leikhópurinn Aldrei óstelandi hefur vakið athygli á síðustu árum fyrir nýstárlegar nálganir á íslensk höfundarverk. Fyrst kom Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sigurjónsson, síðan Sjöundá eftir Svartfugli Gunnars Gunnarssonar og nú síðast Lúkas eftir Guðmund Steinsson. Hafa þær hlotið samtals 9 tilnefningar til Grímuverðlaunanna. Viðfangsefnið nú er bókin Ofsi eftir Einar Kárason. Bækur Einars um Sturlungaöldina hafa hlotið einróma lof og glætt mjög áhuga fólks á þessu róstusama tímabili Íslandssögunnar. Ofsi hlaut Íslensku ...
Erum við ekki öll sveitamenn í sálinni? Í glæsilegri bók Eggerts Þórs Bernharðssonar er fjallað um sveitalífið í Reykjavík, horfinn tíma sem þó er svo nálægur. Sveitin í sálinni fjallar um horfinn heim í Reykjavík – heim sem var lifandi veruleiki þúsunda Reykvíkinga langt fram eftir 20. öld. Margir bæjarbúar voru aðfluttir úr sveit og höfðu með sér á mölina viðhorf og venjur úr átthögunum. Ýmsum þeirra þótti sjálfsagt að ...
Síðasta Bókakonfekt vetrarins verður haldið hátíðlegt á morgun, miðvikudaginn 26. nóvember, og að vanda verður boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá á Rosenberg. Upplestrarkvöldin eru alltaf vel sótt og fyrir löngu orðin fastur liður í vetrardagskrá bókaáhugafólks. Bækur höfunda eru seldar á staðnum, og eins og áður hafa höfundar verið liðlegir við að árita ef þess er óskað. Fyrstu 30 sem mæta hvert kvöld er boðið upp á drykkjarmiða sem hægt ...
Bók Þórarins Leifssonar, Maðurinn sem hataði börn, hefur fengið gríðargóðar viðtökur hjá íslenskum lesendum og gagnrýnendum. Bókin situr á toppi metsölulista Bókabúðar Máls og menningar í þessari viku og gagnrýnandi DV gefur henni fjórar og hálfa stjörnu í síðasta bókablaði. Þar segir Helga Birgisdóttir að bókin sé „æsispennandi, hrollvekjandi og drepfyndin“. Eftir að hafa rakið söguþráðinn veltir hún upp þeirri spurningu hvort bókin sé eiginlega fyrir börn og svarar sjálfri ...
Laugardaginn 22. nóvember verður opnuð sýningin Jólin hans Hallgríms á Torgi Þjóðminjasafnsins. Sýningin er byggð á samnefndri bók Steinunnar Jóhannesdóttur sem myndskreytt er af Önnu Cynthiu Leplar. Á sýningunni eru myndir úr bókinni ásamt gripum sem vísa til sögunnar. Gestir geta leikið sér að sams konar leikföngum og börnin í sögunni, leggjum, skeljum og nútíma útgáfu af jólahúsinu í Betlehem. Hægt er að hlusta á jólasálminn Nóttin var sú ágæt ...

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita