Meðvirkni

Bókaklúbbar Forlagsins

Aðdáendur Þriggja heima sögu hafa beðið óþreyjufullir eftir þriðja bindi verksins frá því að þeir skildu við söguhetjurnar með gríðarmikilli sprengingu í lok Draumsverðs. Nú hafa höfundarnir lokið við framhaldið og Forlagsfólk tilkynnir með stolti að Ormstunga kemur í verslanir miðvikudaginn fyrir páska. Þriggja heima saga fór af stað með glæsibrag haustið 2012 þegar fyrsta bókin, Hrafnsauga, hlaut Íslensku barnabókaverðlaunin. Í framhaldinu hlaut hún frábærar viðtökur, hreppti Íslensku bóksalaverðlaunin í flokki ...
Páskarnir nálgast og þá er um að gera að næla sér í góðan krimma fyrir fríið. Undanfarnar vikur hafa komið út þrír ansi hreint hressandi krimmar og þar af tveir alíslenskir! En byrjum á þeim erlenda: Mamma, pabbi, barn er önnur saga Carin Gerhardsen um félagana á Hammarbystöðinni en sú fyrsta, Piparkökuhúsið, sló rækilega í gegn hjá íslenskum lesendum í fyrra. Bækur hennar hafa nú komið út í fjölda landa ...
Gleymdirðu að kaupa bók fyrir fríið? Eða jafnvel bara búin/n með þær allar? Engar áhyggjur, verslun Forlagsins á Fiskislóð 39 verður opin um páskahelgina. Opnunartímar á Fiskislóð 39: Skírdagur: Lokað Föstudagurinn langi: Lokað Laugardagur 4. apríl: Opið 11-15 Páskadagur: Lokað Annar í páskum: Lokað Vefverslunin er þó auðvitað alltaf opin. Hér má finna glæsilegt úrval rafbóka.
Hannesarholt yfirfylltist í gær þegar Vilborg Davíðsdóttir hélt þar myndskreyttan fyrirlestur til að kynna bók sína Ástin, drekinn og dauðinn. Í bókinni lýsir hún vegferð sinni og Hennar heittelskaða með sjúkdómnum sem þau vissu að myndi draga hann til dauða og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Bókin veitir í senn innsýn í veröld krabbameinsins og djúpa sorg þess sem hefur elskað og misst. En hún er ekki síður ...
Flækingurinn, ný skáldsaga Kristínar Ómarsdóttur, hefur þegar hlotið frábæra dóma en nú er vika síðan bókin kom út. Bókin var til umfjöllunar hjá gagnrýnendum Kiljunnar í síðustu viku og voru þau sammála um ágæti bókarinnar. Friðrika Benónýsdóttir sagði m.a. „Kristín er einstakur höfundur … meistaralega gert … á mörkum óraunveruleika en samt alveg „brútallí“ raunsætt … Kristín er í algjörum sérflokki. Hún gerir þetta á svo snilldarlegan hátt að ég stoppaði ...

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita