Fram hjá

Ævar vísindamaður hefur um árabil kynnt töfra tækni og vísinda fyrir ungmennum á öllum aldri og nú kemur hann fram ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands í sannkölluðum sinfónískum vísindatrylli. Tónleikarnir fara fram í Eldborgarsal Hörpu næsta laugardag, 6. febrúar, uppselt er á fyrri tónleikana kl. 14 en aukatónleikum hefur verið bætt við kl. 16 sem enn eru til miðar á. Hér er hægt að kaupa miða. Á tónleikunum kynnir Ævar til leiks ýmsar af ...
Þetta magnþrungna stórvirki Páls Baldvins Baldvinssonar seldist algjörlega upp fyrir jólin og því var brugðið á það ráð að búa til gjafabréf sem hægt væri að skipta út fyrir bók þegar 2. prentun kæmi. Nú er sú stund runnin upp og við hvetjum þá sem eiga gjafabréf að drífa sig út í næstu bókaverslun og fá eintak af Stríðsárunum. Þeir sem ekki eiga gjafabréf geta auðvitað fengið bók líka því ...
Bókaárið 2016 fer af stað með látum og Forlagið hefur strax endurprentað bók sem kom út á þessu ári. Konan í blokkinni eftir Jónínu Leósdóttur kom út 5. janúar og endurprentun komin í hús innan við mánuði seinna. Jónína Leósdóttir er þekkt fyrir skáldsögur sínar, fullar af hlýju og húmor. Hér sendir hún frá sér glæpasögu sem ber sömu einkenni og rígheldur lesanda allt til enda. Edda er nýhætt að vinna og ...
Glæpasagnaaðdáendur gleðjist! Meira blóð er glæný bók eftir Jo Nesbø sem keyrð var í búðir í morgun. Bókin er í ætt við Blóð í snjónum, sem gerði allt vitlaust þegar hún kom út í fyrra og hlaut frábæra dóma, en hér eru þó á ferðinni nýjar persónur og ný æsispennandi saga. Bjarta síðsumarsnótt árið 1977 kemur maður í eyðilegt þorp nyrst í Noregi. Hann segist heita Úlfur og ætla á veiðar ...
Finnst þér gaman að lita? Íslenska litabókin er safn verka eftir hóp listamanna sem kallar sig Gunnarsbörn og í henni eru fallegar og lýsandi myndir úr íslensku landslagi og umhverfi, með ævintýralegri dulúð í bland við alkunn kennileiti úr hversdeginum. Myndirnar eru prentaðar á þykkan hágæðapappír sem tekur vel við tússlitum, vatnslitum, pastellitum og trélitum. Myndirnar eru eingöngu öðrum megin á hverju blaði auk þess sem síðurnar eru rifgataðar svo auðvelt ...

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita