Bonita Avenue

Bókaklúbbar Forlagsins

Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent við hátíðlega (og fjöruga) athöfn í Höfða í dag. Þar hlaut Hafnfirðingabrandari Bryndísar Björgvinsdóttir verðlaunin í flokki barnabóka. Í rökstuðningi dómnefndar segir meðal annars: „Bókin er vel skrifuð og skemmtileg, söguþráður frumlegur og listilega fléttaður. ... Helsti styrkur sögunnar er hvernig hún fjallar um samskipti kynslóða og hvernig hún dregur upp flóknar sögupersónur af eldri kynslóðinni, persónur sem eru margbrotið og áhugavert fólk.“ Umsögnin endar ...
Eins og margir vita hefur Creditinfo haldið úti lista yfir fyrirtæki sem þykja sýna fram á framúrskarandi heilbrigðan rekstur. Fimmta árið í röð er Forlagið  í flokki 1,7 % fyrirtækja á Íslandi sem falla í flokk framúrskarandi fyrirtækja. Hvað gerir fyrirtæki framúrskarandi? Fyrstu viðbrögð starfsmanna voru;   Kemur ekki á óvart. Til hamingju! Silja Aðalsteinsdóttir Framúrskarandi! Guðmundur Andri Thorsson Ég þarf reyndar ekki Creditinfo til að segja mér að ég vinni hjá framúrskarandi fyrirtæki ... ...
Loksins! Loksins! Eftir langa bið er bók Jo Nesbø  væntanleg í verslanir. Nýja bókin, Afturgangan eða Gjenferd eins og hún heitir á frummálinu, er spennusaga með hinum eitursvala  Harry Hole í aðalhlutverki. Þegar Harry Hole flytur til Hong Kong telur hann sig lausan við byrðar fortíðarinnar fyrir fullt og allt. En þá fær hann fregnir af því að Oleg, sonur fyrrverandi unnustu hans, hafi verið handtekinn, sakaður um morð. Harry neitar að ...
Á fimmtudaginn er komið að fyrstu kiljum ársins! Við hefjum útgáfuárið af fullum krafti á tveimur þungavigtarbókum sem ættu ekki að eiga í neinum vandræðum með að heilla lesendur upp úr skónum. Fyrsta ber að nefna hollensku metsölubókina Bonita Avenue eftir Peter Buwalda: Siem Sigerius er stærðfræðisnillingur, júdómeistari, djassáhugamaður; vinsæll háskólarektor. Heima snúast kona hans og tvær uppkomnar stjúpdætur í kringum hann eins og fylgihnettir, nýi tengdasonurinn sömuleiðis. Fullkominn maður. Fullkomið líf. Ef ekki ...
Tilkynnt var um það í byrjun vikunnar að Chade-Meng Tan, höfundur bókarinnar Núvitund: Leitaðu inn á við sem Forlagið gaf út í haust, sé tilnefndur til Friðarverðlauna Nóbels. Chade-Meng Tan var einn af fyrstu verkfræðingunum sem ráðnir voru hjá Google en samkvæmt vinnureglum þeirra mega starfmenn eyða 20% tíma síns í einskonar gæluverkefni. Þennan tíma nýtti Tan til þess að hanna námskeið sem ber sama nafn og bókin og hafði að ...

Forlagsverð: 2.670 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 3.390 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 3.390 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 3.390 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 1.860 kr.
Kaupa

Forlagsverð: 2.790 kr.
Kaupa

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita