Fimmtudaginn, 3. desember, opnar sýning á verkum Sigrúnar Eldjárns í Borgarbókasafninu þar sem hún sýnir málverk og kynnir nýútkomna bók sína, Leyniturninn á Skuggaskeri. Til að örva hugann og sköpunarkraftinn er gott að komast af og til af bæ. Komast í burtu að heiman … fara út í veröldina, veifa vængjum og sperra stél. Hjá Sigrúnu Eldjárn hófst veturinn 2014 -2015 með tveggja mánaða dvöl í Circolo Scandinavo í Róm og ...
Eldhundar, dagskrá um Eldklerkinn og Hundadagakonunginn, verður haldin í Norræna húsinu þann þriðja desember kl. 20.00. Þeir Pétur Eggerz, höfundur Eldklerksins, einleiks um séra Jón Steingrímsson og Einar Már Guðmundsson, höfundur Hundadaga, skáldsögu með Jörgen Jörgensen eða Jörund hundadagakonung í lykilhlutverki, bjóða upp á dagskrá um þessa merku menn og aðra sem þeim tengjast í tíma og rúmi. Eldklerkur og Hundadagar fjalla um afdrifaríka tíma í Íslandssögunni og raunar veraldarsögunni, eldgos, ...
Þóra Karítas Árnadóttir gaf í vor út bókina Mörk - saga mömmu sem hlaut magnaðar viðtökur. Nú bjóða hún og Tveir heimar til óhefðbundins upplesturs og bjóða gestum að koma, leggjast á dýnu, fá kodda og teppi, loka augunum og njóta þess að fara með Þóru í ferðalag inn í heim sem er bæði fallegur og sár. Kvöldið byrjar á slökun til þess að tengjast núvitundinni sem fær áheyrandann til að ...
Frá fimmtudegi 26.nóvember 2015  til sunnudags 29.nóvember 2015 verður sendingarkostnaður innanlands 1 kr.
„Rimsírams,“ segir hann við mig og þá veit ég að við erum að fara að bralla eitthvað. Ég veit líka hvað kemur næst: „Og flimsíflams.“ Svo kemur dálítil þögn eins og hann sé að hugsa sig um. Og allt í einu man hann það: „Ballíbæ. Og plíng-hó.“ „Tjallírall,“ segi ég uppörvandi eftir smáþögn. Hann hvessir augun annars hugar eins og hann horfi inn í sig. Svo tekur hann bíllyklana af ...

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita