Liza Marklund Hamingjuvegur

Rótlaus Koomson

Bókaklúbbar Forlagsins

Í tilefni að útkomu bókarinnar Vatnaveiði - árið um kring efnir höfundur bókarinnar, Kristján Friðriksson, til útgáfuhófs í Félagsheimili Ármanna, Árósum, Dugguvogi 13, miðvikudaginn 24. júní kl.17:30. Boðið verður upp kaffi og með því auk þess sem höfundur áritar bókina sem verður einmitt á kynningartilboði af þessu tilefni. Allir velkomnir! Vatnaveiði er gagnleg handbók um silungsveiði á Íslandi. Í henni er farið yfir heilt ár í lífi veiðimanns, allt frá undirbúningi og fluguhnýtingum ...
Ormstunga, þriðja bókin í bókaflokknum Þriggja heima sögu, hlaut á dögunum glæsilegan dóm í Fréttablaðinu. Þriggja heima saga hófst árið 2011 með Hrafnsauga, æsispennandi háfantasíu sem hlaut íslensku barnabókaverðlaunin. Ári seinna kom bók númer tvö, Draumsverð, sem einnig hlaut frábærar viðtökur. Friðrika Benónýsdóttir, gagnrýnandi Fréttablaðsins, gefur Ormstungu fjórar stjörnur og hefur dóminn á að árétta að Ormstunga sé alls engin unglingasaga heldur „fullvaxin fantasía fyrir allan aldur“. Auk þess segir hún: „... ...
Í október síðastliðinn hófst tilraunaverkefnið „Frá hugmynd að bók“. Þórhildur Garðarsdóttir, fjármálastjóri Forlagsins, var frumkvöðullinn að verkefninu en markmið verkefnisins var að efla áhuga barna á lestri með því að kynna þeim fyrir útgáfuferli bóka. Nemendur í 6. bekk í Grandaskóla tóku þátt í verkefninu og þann 5. júní kom út Bókin okkar sem inniheldur frumsamdar sögur, ljóð og teikningar. Í ferlinu fengu krakkarnir m.a. þekkta rithöfunda í heimsókn sem töluðu ...
Nýja risaeðlumyndin, Jurassic World, sló rækilega í gegn um helgina þegar hún var frumsýnd um allan heim og stefnir hraðbyri í að verða vinsælasta mynd ársins. Sama gildir um nýju risaeðlubókina hans Ævars Þórs Benediktssonar Risaeðlur í Reykjavík. Hún hefur vermt toppsæti metsölulista barnabóka hjá bókaverslunum Eymundsson undanfarnar vikur og nartað í hæla söluhæstu bóka þar af öllu tagi, enda er hún síst minna spennandi en kvikmyndin og gerist þess ...
Meistari allra meina – ævisaga krabbameins hefur vakið mikla athygli víða um heim fyrir aðgengilega, ítarlega og trausta umfjöllun um flókið og vandmeðfarið efni og er nú komin út í glæsilegri íslenskri þýðingu. Hér er saga krabbameins rakin á auðlæsilegan og spennandi hátt. Sagt er frá fjölbreyttum birtingarmyndum þess og viðleitni til lækningar, allt frá elstu heimildum til nýjustu meðferða og uppgötvana. Gerð er nákvæm grein fyrir því hvernig þekkingu á ...

Jo Nesbø Blóð í sjónum

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita