Kakkalakkarnir

Kindle

Bókaklúbbar Forlagsins

Í vor kom út fyrsta skáldsaga ljóðskáldsins og myndlistarkonunnar Steinunnar Helgadóttur. Bókin ber titilinn Raddir úr húsi loftskeytamannsins og er eins konar sagnasveigur, þ.e. fjöldi sagna sem tengjast með einum eða öðrum hætti og mynda heildstæða mynd. Steinunn skapar heillandi heim flókinna fjölskyldubanda og varpar hlýlegu en kímlegu ljósi á kviku hversdagshetja og sérvitringa. Bókin hefur hlotið afburðagóðar viðtökur og gagnrýnendur keppast við að lofa hana. Umsjónarmaður Kiljunnar, Egill Helgason, taldi ...
Heimsins harðsnúnasta lögga, Jack Reacher, er kominn aftur og það í bók sem bandarískir gagnrýnendur hafa kallað eina þá bestu um þessa ástsælu persónu. Villibráð er níunda bók Lee Child sem þýdd er á íslensku en hann hefur lengi vel verið einn virtasti spennusagnahöfundur heims. Í Villibráð er Jack Reacher sendur til Mississippi þar sem lík ungrar konu hefur fundist við lestarteina. Grunur beinist að hermanni í nálægri herstöð en hann ...
Á dögunum kom út bókin Ef þú vilt eftir hina dönsku Helle Helle í afar fallegri þýðingu Silju Aðalsteinsdóttur. Helle Helle var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík í fyrra en óhætt er að segja að margir hafi beðið spenntir eftir að geta lesið verk hennar á íslensku. Sagan segir frá tveimur einstaklingum, karli og konu, sem hittast fyrir tilviljun, týnd í stórum jóskum skógi þar sem þau höfðu bæði verið úti ...
Stórgóðar fréttir fyrir alla þá sem hafa unun af vönduðum og skemmtilegum barnabókum: Martin Widmark, einn vinsælasti barnabókahöfundur Svía, er væntanlegur til Íslands í haust og verður sérstakur gestur á Mýrinni, alþjóðlegri barnabókmenntahátíð í Reykjavík. Síðustu tvö ár hefur Forlagið gefið út tvær bækur eftir Widmark í bókaröðinni um Spæjarastofu Lalla og Maju, Demantaráðgátan og Hótelráðgátan. Bækur Martins hafa trónað á toppi útlánalista sænskra bókasafna árum saman, en hann hefur hlotið bókaverðlaun ...
Verkefnið Frá hugmynd að bók er hugarfóstur Þórhildar Garðarsdóttur, fjármálastjóra hjá Forlaginu. Þetta er annað árið í röð sem að Þórhildur stýrir verkefninu en í þetta skiptið voru hóparnir tveir, 6. bekkur Grandaskóla og 7. bekkur Sæmundarskóla. Alls um 80 börn. Markmið verkefnisins er að efla áhuga barna á lestri með því að sýna þeim hvernig bók verður til. Meira má lesa um verkefnið hér og hér og hér. Ferlið hófst í ...

Plokkfiskbókin

Nýjar bækur | Spennusögur | Barnabækur | Skáldsögur | Ljóð
karfan mín
Leita